Handbolti - ÍBV gerir samning við Florentinu Grecu

12.maí.2005  16:24

ÍBV hefur gert eins árs samning við hinn frábæra markmann Florentinu Grecu. Florentina var á milli stangana hjá ÍBV í vetur og stóð sig hreint frábærlega. Það er mikil ánægja bæði fyrir ráðið og áhorfendur enda heillaði hún landann með frábærri markvörslu og geilsandi framkomu á liðnu tímabili. Flórentína er klárlega á meðal bestu markmanna sem hafa spilað í íslensku deildinni og mun gera tilkall til titilsins markmaður deildarinnar á lokahófi HSÍ á morgun.