Fótbolti - Loksins unnum við Haukana!!!

07.maí.2005  16:51
Matthew Platt með 2
Strákarnir unnu Hauka á Helgafellsvelli núna rétt eftir hádegið 2 - 0. Það var Matthew Platt sem skoraði bæði mörkin fyrir ÍBV. Þó nokkuð að líklegum byrjendaleikmönnum vantaði hjá okkur og einhverja vantaði hj´aHaukum en allt það hverfur yfir ánægjunni yfir að sjá boltann farin að rtúlla á grasflötum bæjarins.
Við vorum betri aðilinn allan tímann, þó svo að Haukarnir hafi átt sín færi. Ekki ætla ðeg að fara að taka einhverja sérstaka út úr liðinu í dag en Platty stimplaði sig skemmtilega inn á heimavelli með tveimur góðum mörkum það fyrra eftir að hafa leikið á eina 3 og sent svo boltann íhornið fjær ogí hinu síðara smell hitti hann boltann viðstöðulaust rétt fyrir utan teig og í hornið fjær þaut hann gjörsamlega óverjandi. Gaman var að sjá til leikmanna eins og Magga Lú, Bjarna Rúnars, Andra, Péturs og Bjarna Hólm en þessir strákar hafa allir verið vaxandi síðustu misseri og er það vel. Við spiluðum 6 2. fl. strákum í þessum leik 3 þeirra hafa spilað þó nokkuð af leikjum í vor en Hafþór var að spila sinn annan leik og Birkir Hlyns. (Stefáns.) var að spila sinn fyrsta leik og komst vel frá sínu sem og hinir peyjarnir.
Samkvæmt Lauga má reikna með einum leik á höfuðborgarsvæðinu í vikunni.
Byrjunarliðið var þannig skipað
Pétur - Pall - Bjarni Holm - Anton
Platty - Bjarni Rúnar - Andri - Magnús Már - Egill
Steingrímur
Varamenn:
Gaui markmaður
Hilmar
Einar Kristinn
Hafþór
Birkir
meiddir/veikir/í prófum/erlendis:
Adólf
Atli
Bjarni Geir
Einar Hlöðver
Hrafn
Jeffsy
Andy Sam
Robinson