Fyrsti og eini æfingaleikur meistaraflokkskarla hjá ÍBV í fótboltanum á heimavelli fyrir keppnistímabilið 2005 verður á Helgafellsvellinum kl. 13.00 á morgun. Það eru lærisveinar Daða Dervic sem ætla að kíkja í heimsókn og taka æfingaleik. Þetta verður að öllum líkindum síðast æfingaleikurinn fyrir mót. Hópurinn fyrir sumarið er nú að mestu leyti fullmótaður, en þó gæti bæst í hann núna eftir helgi en það skýrist um helgina.
Það væri synd að segja annað en að strákana, rétt eins og okkur hin, sé farið að hlakka til sumarsins því þetta er jú allt að bresta á, flestir virðast leggjast á eitt að spá okkur hrakförum í sumar og nú verður það okkar að troða því ofan í fólk.
En sjáumst hress og kát á Helgafellsvellinum á morgun og fyrir þá sem eru ýkt áhugasamir þá er æfing kl. 18.30 í kvöld og svo í hádeginu á sunnudaginn.