Handbolti - Stuðningur áhorfenda skiptir sköpum

03.maí.2005  12:40

Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV í handbolta var tekinn tali í Fréttatíma Fjölsýnar í gær. Þar var hann spurður út í viðureign ÍBV og Hauka og kom þar fram að Erlingur vill bæta varnarleikinn frá því um helgina.

"Það er ýmislegt sem má laga en fyrst og fremst þurfum við að bæta varnarleikinn hjá okkur, taka fastar á þeim og koma í veg fyrir þessi 6 metra mörk hjá þeim. Þeir eiga það sameiginlegt með ÍR að skora ekki mikið fyrir utan."

Viðtalið má sjá hér að neðan.

Erlingur var ánægður með stuðningin í Hafnarfirði. "Það var virkilega gaman að sjá okkar fólk með nánast hálfan salinn undir sig. Mér skilst að það hafi verið á bilinu 5-600 manns á leiknum og þar af voru um 300 Eyjamenn, samkvæmt talningu Magnúsar Bragasonar. Við vonumst til og vitum að við fáum góðan stuðning hér heima. Við hvetjum áhorfendur til að byrja frá fyrstu mínútu eins og gegn ÍR. Það tókst fullkomnlega og var frábær skemmtun. Ég trúi bara ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda því áfram og við munum taka þátt með áhorfendum þegar þeir byrja," sagði Erlingur.

Viðtalið má sjá með því að smella á Fjölsýnarlogoið á heimasíðu Eyjafrétta.

Tekið af www.eyjafrettir.is