Handbolti - Fullt hús og við tilbúnir í slagsmál

03.maí.2005  17:24

Stemmingin er orðin mjög góð í bænum fyrir leiknum í kvöld og við spyrjum bara Chelsea hvað. Við Eyjamenn ætlum svo sannarlega að standa með okkar mönnum. Í tilefni leiksins í kvöld heyrðum við fyrir stundu létt í fyrirliða liðsins Sigurð Bragasyni og spurðum hann út í leikinn í kvöld og hvenrig hann leggðist í hann?

Hvernig líst þér á leikinn við Hauka í dag?

Mjög vel, við erum allir sammála að við tókum allt of vægt á þeim, við komum saman og horfðum á leikinn og sáum mann eins og Vigni Svavars lemja okkur eins og harðfisk og við verðum að fara að svara í sömu mynt.

Hvað mun skipta sköpum í þessum leik?

Fullt hús og við betur tilbúnir í slagsmál heldur en á laugardaginn sl.