Handbolti - Jafntefli við Keflavík

02.maí.2005  09:16

Strákarnir léku við Keflavík á laugardaginn í rokinu í Garðinum, en þó á grasi sem er mjög svo jákvætt. Leikurinn einkenndist framan af af því að menn reyndu að aðlagast rokinu, þeir byrjuðu betur og komust yfir en Andri Ólafs. jafnaði svo fyrir okkur. Engin af þeim sem ég ræddi við um að kíkja á leikinn fyrir mig komust á svæðið svo að ég veit lítið meira en þetta. Á fimmtudaginn er leikur við Fylki í Árbænum kl. 4 (16) og um næstu helgi er stefnt á að fá leik á heimavelli og er verið að bíða eftir svörum um það hverjir verða mótherjarnir.

Svona var liðsuppstillingin gegn Keflvíkingum:
Birkir

Pétur Runólfs (Sæþór Jóhannesson)
Bjarni Hólm
Páll Hjarðar
Bjarni Geir (Adólf Sigurjóns.)

Andri Ólafs
Ian jeffs
James "Squeak" Robinson

Matthew Platt
Steingrímur (Bjarni Rúnar)

Andrew Sam