Sigurður Bragason í viðtali á Fjölsýn. Í Fréttaljósi sem sýnt verður á Fjölsýn næstkomandi sunnudagskvöld eru tekin fyrir málefni aprílmánaðar. Gestir þáttarins eru þau Björgvin Þór Rúnarsson, Helga Jónsdóttir og Sigurður Bragason en umsjón þáttarins var í höndum Sigursveins Þórðarsonar.
Meðal annars var komið inn á samvinnu HSÍ og ÍBV en fyrirliði ÍBV, Sigurður Bragason hefur ákveðnar skoðanir á þeirri samvinnu og dómgæslunni sem lið hans hefur fengið að undanförnu. Hann telur m.a. að dómarar byrji leiki hér í Eyjum neikvæðir í garð heimaliðsins.
Sjá má brot úr þættinum hér að neðan.
"Dómarar ætla sér þetta ekkert. En síðan þegar leikurinn er byrjaður og það er hiti í mannskapnum þá gerist eitthvað, þeir fara í einhverja vörn. Ég er á því að ef ég væri að dæma og væri með eitthvað lið við hliðina á mér sem væri öskrandi og tuðandi allan leikinn þá mundi ég ósjálfrátt fara að dæma á móti þeim. En núna eru dómarar komnir með þetta í undirmeðvitundina áður en þeir byrja leikinn," segir Sigurður meðal annars í þættinum sem sýndur verður á Fjölsýn næstkomandi sunnudag.
Tekið af www.eyjafrettir.is