Handbolti - ÍBV-Haukar - Ásvellir klukkan 19:40 í kvöld

28.apr.2005  00:02
 Nú þurfa stelpurnar á okkur að halda
 
Í kvöld klukkan 19:40 mætast ÍBV og Haukar í þriðja leik liðanna um Íslandsbikar kvenna í handknattleik. Okkar stelpur eru 2-0 undir í einvíginu og með sigri í kvöld geta Haukar tryggt sér titilinn. Það er því ljóst að þær munu mæta dýrvitlausar til leiks í kvöld.
 
Þó svo að útlitið hjá okkar stelpum sé ekki bjart þá hafa þær svo sannarlega ekki gefist upp. Þær eru ennþá í baráttuhug eftir leikinn í Eyjum og eru staðráðnar í því að hefna fyrir tapið og senda Haukastelpurnar aftur í ferð sem þær vilja helst ekki fara, þ.e. flugferð til Eyja á sunnudaginn kemur.
 
Annað sem er deginum ljósara er að stelpurnar þurfa á okkur stuðningsmönnunum að halda í þessum leik. Á svona stundu er nauðsynlegt fyrir stelpurnar að vita af stuðningsmönnum sem standa þétt við bakið á sér. Það veitir þeim aukið sjálfstraust og styrkir ennfrekar trúna hjá þeim á sjálfum sér. Trúin getur fleytt okkur langt og þó útlitið sé dökkt er allt hægt. Við höfum áður farið á Ásvelli og fagnað sigri og við ÆTLUM að gera það aftur. Með samstilltu átaki er allt hægt !
 
ÁFRAM ÍBV !!!