Handbolti - Viðtal við Ragnhildi Guðmundsdóttur leikstjórnanda Hauka

25.apr.2005  23:40
ÍBV og Haukar mætast í kvöld í öðrum leik liðanna í einvíginu um Íslandsbikar kvenna í handknattleik. Haukar hafa á að skipa gríðarsterku liði og er Ragnhildur Guðmundsdóttir leikstjórnandi liðsins ein af máttarstólpum þess. Hún er uppalin FH-ingur en skipti yfir í Hauka fyrir þremur árum síðan. Hún er svo sannarlega komin af íþróttafólki því Björg Gilsdóttir móðir hennar spilaði handbolta í mörg ár auk þess sem Guðmundur Karlsson faðir hennar er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum og fyrrum landsliðsþjálfari í þeirri íþrótt. Ekki nóg með það heldur þjálfar Guðmundur Haukaliðið í dag og það er því óhætt að fullyrða að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni en handbolti þessa dagana. Við fengum Ragnhildi í smá spjall um lífið og leikina framundan.
 
Fullt nafn : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir
 
Hjúskaparstaða : Á lausu
 
Atvinna : Starfa í Íþróttavöruverslun
 
Mottó í lífinu : Að verða betri
 
Ferill í handboltanum : Byrjaði að æfa af einhverju viti 9 ára gömul í FH en skipti yfir í Hauka 2002. Þjálfarar sem að ég hef haft eru Arna Steinsen, Magnús Teitsson, Einvarður Jóhannesson, Ragnar Hermannsson, Gústaf Adolf Björnsson, Ágúst Jóhannsson, Stefán Arnarsson og nú Guðmundur Karlsson. Held að þau séu öll eftirminnileg á sinn hátt
 
Hver er staða þín á leikvellinum : Er leikstjórnandi
 
Fjöldi landsleikja : C.a 20 unglingaleikir og 5 A leikir

Gælunafn innan liðsins : Held ég hafi ekkert gælunafn

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með : Ramune Pekarskyte

Erfiðasti andstæðingur : Held að það sé bara ég sjálf

Hver er fyrirmynd þín í boltanum : Ólafur Stefánsson

Efnilegasti leikmaðurinn í deildinni að þínu mati : Kristín Clausen Stjörnunni.

Erfiðasti útivöllur : Vestmannaeyjar

Uppáhaldsleikmaður og lið í handboltanum : Ólafur Stefánsson og Magdeburg

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu ? Allt hefur sinn tilgang bara spurning um að vera með rétt viðhorf

Hvernig finnst þér best að pirra andstæðinginn ? Vera betri en hann.

Sætasti sigurinn : Ætli það sé ekki bara deildarmeistartitillinn núna í mars.

Mestu vonbrigðin : Að slíta krossbönd 3 vikum fyrir bikarúrslitaleikinn við ÍBV 2003.

Með hvaða liði myndir þú aldrei spila ? Hehe aldrei að segja aldrei :-)

Áttu einhver gæludýr ? Neibb

Hvaða tónlist hlustar þú helst á ? Hlusta aðallega á popp...

Uppáhalds bíómynd : Það eru svo margar t.d Green mile og Dumb and dumber.

Uppáhaldsmatur : Grillað nautakjöt ala pabbi með bearnes og öllu tilheyrandi ala mamma :-)

Uppáhalds drykkur : Vatnið

Uppáhalds leikari : Æ enginn sérstakur.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur : Friends og OC

Áhugamál utan handboltans : Fjölskyldan og vinirnir ætla mér samt að reyna að virkja golfið aðeins í sumar

Er eitthvað á döfinni hjá þér varðandi atvinnumennsku ? Nei ekkert á döfinni núna þó að ég stefni á það í framtíðinni, ég mun bara skoða það ef til þess kemur hvað heillar mest en svona fljótt á litið er Danmörk spennandi.

Finnst þér deildin í vetur hafa verið sterkari eða veikari heldur en undanfarin ár ? Deildin í vetur hefur verið svona nokkuð svipuð að mínu mati.

Hvernig finnst þér staða kvennahandboltans á Íslandi ? Staðan í dag er ágæt. Getulega séð held ég að hann sé á uppleið með tilkomu erlendra leikmanna. Þeir draga að sjálfsögðu standardinn upp.

Ertu ánægð með þróunina hjá landsliðinu undanfarin misseri ? Þróunin er í rétta átt og ég tel að það séu ekki mörg ár í að liðið komist á stórmót. 

Hvernig líst þér á leikina gegn ÍBV ? Mér líst bara vel á þetta, ÍBV er með frábært lið og það þarf að varast alla leikmennina en við ætlum bara að spila okkar bolta og hafa gaman að þessu !