Gælunafn innan liðsins : Held ég hafi ekkert gælunafn
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með : Ramune Pekarskyte
Erfiðasti andstæðingur : Held að það sé bara ég sjálf
Hver er fyrirmynd þín í boltanum : Ólafur Stefánsson
Efnilegasti leikmaðurinn í deildinni að þínu mati : Kristín Clausen Stjörnunni.
Erfiðasti útivöllur : Vestmannaeyjar
Uppáhaldsleikmaður og lið í handboltanum : Ólafur Stefánsson og Magdeburg
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu ? Allt hefur sinn tilgang bara spurning um að vera með rétt viðhorf
Hvernig finnst þér best að pirra andstæðinginn ? Vera betri en hann.
Sætasti sigurinn : Ætli það sé ekki bara deildarmeistartitillinn núna í mars.
Mestu vonbrigðin : Að slíta krossbönd 3 vikum fyrir bikarúrslitaleikinn við ÍBV 2003.
Með hvaða liði myndir þú aldrei spila ? Hehe aldrei að segja aldrei :-)
Áttu einhver gæludýr ? Neibb
Hvaða tónlist hlustar þú helst á ? Hlusta aðallega á popp...
Uppáhalds bíómynd : Það eru svo margar t.d Green mile og Dumb and dumber.
Uppáhaldsmatur : Grillað nautakjöt ala pabbi með bearnes og öllu tilheyrandi ala mamma :-)
Uppáhalds drykkur : Vatnið
Uppáhalds leikari : Æ enginn sérstakur.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur : Friends og OC
Áhugamál utan handboltans : Fjölskyldan og vinirnir ætla mér samt að reyna að virkja golfið aðeins í sumar
Er eitthvað á döfinni hjá þér varðandi atvinnumennsku ? Nei ekkert á döfinni núna þó að ég stefni á það í framtíðinni, ég mun bara skoða það ef til þess kemur hvað heillar mest en svona fljótt á litið er Danmörk spennandi.
Finnst þér deildin í vetur hafa verið sterkari eða veikari heldur en undanfarin ár ? Deildin í vetur hefur verið svona nokkuð svipuð að mínu mati.
Hvernig finnst þér staða kvennahandboltans á Íslandi ? Staðan í dag er ágæt. Getulega séð held ég að hann sé á uppleið með tilkomu erlendra leikmanna. Þeir draga að sjálfsögðu standardinn upp.
Ertu ánægð með þróunina hjá landsliðinu undanfarin misseri ? Þróunin er í rétta átt og ég tel að það séu ekki mörg ár í að liðið komist á stórmót.