Handbolti - Stúlkurnar okkar unnu Stjörnuna 20-19

12.apr.2005  23:53
Viðtöl komin á Halli TV
Stúlkurnar okkar sigruðu Stjörnuna í kvöld 20-19 í hörkupsennandi leik í undanúrslitum DHL deildar.  Leikurinn var jafn allan leikinn en samt sem áður voru það okkar stúlkur sem voru oftar skrefi á undan Stjörnustúlkum.  Það var síðan á loka sekúndum leiksins að Eva Björk skoraði úr vítakasti og tryggði sigurinn 20-19. 
 
Eins og áður sagði var jafnræði með liðunum mest allan leikinn og leiddu okkar stúlkur 12-11 í hálfleik.  Þær komust síðan í 18-16 og fengu vítakast og hefðu getað aukið muninn í 19-16 en við náðum ekki að skora úr vítinu og Stjörnustúlkur gengu á lagið og leikurinn varð aftur margþrunginn spennu.
 
Það var síðan eins og áður á lokasekúndum leiksins að Eva Björk skoraði úr víti sem tryggði okkar stúlkum sigur 20-19.  Stjarnan fékk samt sem áður síðustu sókn leiksins en náði ekki að skora úr henni.
 
 
Okkar stelpur voru að spila nokkuð vel í þessum leik og var góð barátta i vörninni og markvarslan ágæt.  Þá sáust oft á tíðum góð tilþrif í sókninni. 
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Alla Gokorian 6/3, Eva Björk Hlöðversdóttir 5/4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Darinka Stefanovic 2, Tatjana Zukovska 1 og Anastasia Patsion 1.
 
Florentina stóð vaktina í markinu allan leikinn og varði 20 skot þar af eitt víti.
 
Markaskorarar Stjörnunnar voru:
Anna Blöndal 5, Hekla Daðadóttir 4/4, Kristín Guðmundsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 3, Hind Hannesdóttir 2, Elzbieta Kowal 1 og Elísabet Gunnarsdóttir 1.
 
Jelena Jovanovic varði 11 skot og Helga Vala Jónsdóttir 2 víti.