Aðeins kr. 500 fyrir Krókudíla - Frítt inn fyrir nemendur FÍV sem og 8, 9 og 10 bekki grunskólanna. Í kvöld byrja undanúrslitin hjá stelpunum okkar er þær mæta Stjörnunni kl. 19:15. Stjarnan er með gríðarlega öflugt lið og því verður þetta mjög erfitt hjá stelpunum okkar. En með stuðningi áhorfenda þá getum við vel lagt Stjörnuna að velli. Það er því mikilvægt að Eyjamenn mæti og styðji við bakið á sínum stúlkum.
Þinn stuðningur skiptir sköpum. Heimavöllurinn skiptir sköpum í þessu einvígi, en einungis ef Eyjamenn fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum.
Mikið fjör verður á pöllunum. Lifandi tónlist verður leikinn á meðan leik stendur og ætla Sammi og félagar að halda uppi stemmingu.
Sýnum og sönnum að við séum Eyjamenn. Við höfum verið talin fræg fyrir samstöðu og skemmtileg heit. Sýnum að svo sé og stöndum saman er á reynir. Við getum alltaf horft á sjónvarpið en ekki alltaf unnið Titla.
Krókudílar borga 500 kr. Með þakklæti fyrir stuðninginn í vetur.
Nemendur FÍV og 8, 9 og 10 bekkjar grunnskólanna fá frítt inn á leikinn. Kynna fyrir þeim þá skemmtun er handboltaleikir geta verið.