Baráttan hefst á morgun kl. 19:15
Alfreð Finnson þjálfari kvennaliðsins var í stuttu spjalli við vikublaðið Fréttir eftir leik okkar stúlkna við Víking. Þar var hann að tjá sig um komandi átök og það má með sanni segja að hann hafi fengið ósk sína uppfyllta.
En grípum niður í viðtalið:
"Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV var ánægður með að klára viðureignina í tveimur leikjum. Það var mjög mikilvægt að fá nokkurra daga frí til þess að anda. Fimm leikmenn glíma við meiðsli og það hefði jafnvel verið betra að hvíla einhverjar þeirra í seinni leiknum. En við ákváðum að keyra á þetta á fullu og hvíla svo. Það er líka nokkuð þungu fargi af mér létt, sem og leikmönnum og gott að geta farið að einbeita sér að næsta verkefni strax.
Þið mætið annað hvort Gróttu-KR eða Stjörnunni, hvort liðið kýst þú? Ég vil fá Stjörnuna. Það er meiri ögrun í því fyrir okkur því Stjarnan hefur unnið okkur tvívegis í vetur og við unnum þær einu sinni. Við eigum því harma að hefna og nú er bara komið að því að við sýnum hvað í okkur býr, hvort við ætlum að vera með í baráttunni eða ekki. Auk þess er það skemmtilegra fyrir handboltann að þessi tvö lið mætist. "
Tekið úr vikublaðinu Fréttir.