Handbolti - Tryggðu sér sigur á lokasekúndunni

10.apr.2005  23:59
Strákarnir mæta ÍR í undanúrslitunum.
Þriðji leikur ÍBV og Fram í átta liða úrslitum DHL karla var magnþrunginn spennu eins og hinir tveir.  Drengirnir okkar náðu að tryggja sér sigur á síðustu sekúndu leiksins með marki frá Tite og leggja þannig Fram að velli 25-24.  Þar með eru strákarnir komnir í undanúrslit DHL deildar karla sem hefjast í næstu viku og mæta þar ÍR.
 
Eins og áður sagði var þessi leikur hnífjafn allan leikinn og ólíkt hinum tveim fyrri þá leiddu okkar drengir mest allan leikinn og leiddu m.a. í hálfleik 11-9.  Samt sem áður voru það Framarar sem komu grimmari til leiks í síðari hálfleik og náðu yfirhöndinni og náðu m.a. tveggja marka forystu.  En með harðfylgi tókst okkar drengjum að jafna og komast yfir.  Það var síðan æsispennandi lokamínútur framundan þar sem allt virtist stefna í framlengingu er Tite skoraði eftir uppstök úr aukakasti er leiktíma var að ljúka.
 
Drengirnir okkar voru aðeins grimmari í þessum leik en hinum tveim fyrri en samt var ákveðið óöryggi í sókninni sem við þurfum að yfirstíga ef við eigum að ná að leggja ÍR að velli í undanúrslitunum.
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Svavar Vignisson 7, Samúel Ívar Árnason 6, Tite Kalandadze 5, Robert Bognar 3, Sigurður Ari Stefánsson 2 og Zoltan Belányi 2. 
 
Roland stóð í markinu allan leikinn og varði 23 skot.
 
Markaskorarar Fram voru:
Jón Björgvin Pétursson 10, Ingólfur Axelsson 7, Arnar Þór Sæþórsson 3, Þorri Björn Gunnarsson 2, Sigfús Páll Sigfússon 1 og Stefán Baldvin Stefánsson 1.
 
Egidijus Petkevicius varði vel í marki Fram að venju.