Handbolti - Fram-ÍBV í kvöld kl. 19:15

08.apr.2005  16:40
Hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til að mæta í kvöld á leik Fram og ÍBV sem fram fer kl. 19:15 í Framhúsinu.  Leikurinn fer örugglega fram þar sem okkar strákar eru komnir upp á land.  Nokkrir þeirra tóku Herjólf og aðrir flugu á Bakka til að leikurinn færi nú örugglega fram í kvöld.  Það er full ástæða fyrir Eyjamenn að mæta og styðja vel við bakið á drengjunum því eflaust verður um skemmtilegan leik að ræða.
 
Við vonum að okkar drengir komi nú tilbúnir í þennan leik og verði grimmir í vörninni og skynsamir í sókninni.