Handbolti - Hef aldrei upplifað annað eins

07.apr.2005  04:29

Horfið á vítakeppnina og viðtal við Sigga Braga.              

"Maður er bara algjörlega orðlaus eftir svona leik," sagði Sigurður Bragason þegar blaðamaður Eyjafrétta spjallaði við hann eftir leik.  "Ég get fullyrt það að á mínum 20 ára ferli sem handboltamaður, þá hef ég aldrei upplifað annan eins leik, hvorki sem leikmaður né áhorfandi og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá áttum við eiginlega ekkert skilið að vinna leikinn.  En það sýnir karakterinn í okkar herbúðum að koma aftur eftir svona afleitan leik og snúa honum upp í sætan sigur."

Sigurður bætti því við að honum hefði ekkert litist á blikuna þegar hann fékk að vita að úrslitin fengjust í vítakastskeppni. "Mér leist ekkert á það. Við vorum búnir að vera með hörmungar vítanýtingu, örugglega ekki mikið meira en 40% og maður hugsaði að það væri ekki hægt að vinna vítakeppni með svoleiðis nýtingu. En svo leit ég til hliðar og sá Roland hita upp og með svoleiðis markvörð þá veistu að hann tekur sín skot."

Framarar spiluðu framliggjandi vörn sem þið virtust engan veginn komast í gegnum. Þið vissuð að þeir myndu spila svona fyrir leikinn, hvað klikkaði?

"Það er rétt þetta var ekkert sem kom okkur á óvart. Það voru auðvitað okkar mistök hvernig leikurinn þróaðist, menn voru engan veginn tilbúnir í leikinn og það vantaði alla samvinnu í varnarleikinn. Þetta kom svo loksins síðustu fimmtán mínúturnar í venjulegum leiktíma og við náðum sem betur fer að vinna leikinn þrátt fyrir að spila mjög illa í kvöld."

En hvað með næsta leik, verður hann á svipuðum nótum?

"Nei við skulum vona ekki. Við ætlum okkur ekki að spila svona illa á föstudaginn heldur mæta þeim á fullum krafti og klára þetta í tveimur leikjum," sagði Sigurður að lokum.

Hægt er hér að horfa á viðtal sem tekið var við Sigga Braga deginum fyrir leik og birtist á heimasíðu www.eyjafretta.is, hér er viðtalið.

Hægt er að horfa á seinni hluta vítakeppninnar á Halli tíví með því að smella hér (í boði Fjölsýnar).

Tekið af www.eyjafrettir.is