Handbolti - Unglingaflokkur kvenna Deildarmeistarar

04.apr.2005  10:45
Frábær árangur hjá stelpunum.
Stelpurnar í unglingaflokki urðu um helgina Deildarmeistarar í annarri deildinni og komast þar með í úrslitakeppnina og mæta þar Stjörnunni.  Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og hefur verið stöðugur stígandi í leik þeirra í vetur.  Þær hafa einnig æft vel og eru að uppskera samkvæmt því. 
 
Þá er þetta einnig frábært með tilliti til þess að erfitt hefur verið að halda úti liði í unglingaflokki undanfarin ár og ofter en ekki hefur erfitt verið að halda úti liði í þessum flokki og hvað þá að ná einhverjum árangri á þeim vígstöðum. 
 
Með þessum árangri eru stelpurnar klárlega í hópi 4-6 bestu liða landsins í dag í þessum flokki og er það frábær árangur. 
 
Það er full ástæða til að óska þessum yndislegu stelpum til hamingju með sinn frábæra árangur.
 
En það var um helgina sem stelpurnar innbyrtu sigur í deildinni með sigri á ÍR og HK-2.
 
 Deildarmeistarar
 
 
 Jói og Viktor afhenda Sæunni blóm við heimkomuna
 
 Og auðvitað öllum hinum líka
 
 Bikarinn kominn til Eyja