Kári Kristjánsson sem stóð sig frábærlega með landsliðinu um helgina í HM-riðlakeppni 21 árs landsliðanna sem fram fór í Laugardalshöll um páskana. Strákarnir stóðu sig frábærlega og unnu alla sína þrjá leiki nokkuð sannfærandi. Þeir munu því leika í úrslitakeppninni sem fram fer í Ungverjalandi í ágúst nk.. Við vonum og trúum að okkar maður, Kári verði þar að sjálfsögðu.
Besti leikmaður mótsins var kjörinn Björgvin Páll Gústavsson, markvörður úr HK. Björgvin varði mark Íslands mjög vel í öllum leikjunum og kórónaði frammistöðu sína með því að verja 30 skot gegn Austurríkismönnum í lokaumferðinni.
Fjórir Íslendingar voru valdir í sjö manna úrvalslið mótsins. Auk Björgvins voru það Arnór Atlason, sem var besta rétthenta skyttan, Kári Kristjánsson, sem var besti línumaðurinn, og Árni Björn Þórarinsson, sem var besti rétthenti hornamaðurinn. Aðrir í úrvalsliðinu voru Robert Weber, örvhentur hornamaður frá Austurríki, Sergiy Onufriyenko, örvhent skytta frá Úkraínu, og Machiel Schepers, miðjumaður Hollendinga.
Hinn austurríski Weber varð jafnframt markakóngur mótsins, skoraði 28 mörk.