Handbolti - RISA Páskaeggja-Bingó í kvöld kl. 19:30 í Týsheimilinu

22.mar.2005  09:03
Í kvöld, þriðjudag, kl. 19:30 mun verða RISA-Páskaeggja-Bingó í Týsheimilinu.  Það er því tilvalið fyrir alla fjölskylduna að skella sér á Bingó í kvöld og vonandi að næla sér eins og í eitt Páskaegg í leiðinni.  Við viljum nota tækifærið og þakka Nóa-Síríus og Heildverslun Karl Kristmannssonar fyrir þeirra stuðning í þessu bingói og hvetjum fólk til að versla sér að sjálfsögðu Nóa-Síríus páskaegg sem eru bestu páskaegg landsins.
 
Hvetjum fólk til að mæta tímalega í kvöld.