Handbolti - Nú komust við öll á leikina á morgun

18.mar.2005  09:58
Nú höfum við engar afsakanir fyrir að mæta ekki.
Hvar verður þú á morgun???
Nú er engin afsökun fyrir að mæta ekki á leikina á morgun, þar sem Herjólfur hefur breytt áætlun sinni og siglir tvær ferðir á morgun, laugardag.
 
Þannig að seinni ferðin fer frá Þorlákshöfn kl. 19:30 og því passar það frábærlega fyrir okkur sem langar á leikina upp á að koma til baka samdægurs.
 
Við hvetjum því öll sem vilja styðja við bakið á liðunum okkar að mæta í Herjólf á morgun, laugardag, og styðja stelpurnar til sigurs í baráttunni við Hauka um Deildarmeistaratitlinn og strákanna til sigurs þar á eftir gegn HK í baráttunni um annað sætið.
 
Sýnum að við séum Eyjamenn og ÍBVarar og mætum á leikina á morgun.