Tekur þátt í undakeppni HM hér á landi yfir páskana.
Kári Kristjánsson hefur verið valinn í 21 árs landsliðið sem spilar hér á landi um páskanna í undakeppni fyrir HM sem fram fer í Ungverjalandi í ágúst nk. Liðin sem leika hér á landi um páskanna gegn okkar strákum eru landslið Austuríki, Hollands og Úkraníu.
Við óskum Kára innilega til hamingju með þetta val en hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðunum undanfarin ár og unnið marga sigra með sínum félögum. Á næstu árum fer að koma að stóra skrefinu hjá drengnum og ég vona að hann einbeiti sér að því að ná að stíga það skref. En eitt þarf maður að muna að það er stutt á milli feigs og ófeigs. En Kári hefur allt sem til þarf til að verað topp handboltamaður á alþjóðlegan mælikvarða. Þannig að nú er bara að hlusta, hugsa, hlaupa og pumpa næstu 3 árin, þá ertu kominn í A-landsliðið.
Þess má geta að leikir liðsins á laugardag og sunnudag um páskana verða sýndir beint á RÚV.
Annars er hópurinn skipaður eftirtöldum leikmönnum.
Markverðir: Félag Land
Björgvin Páll Gústavsson HK Ísland
Davíð Svansson Afturelding Ísland
Pálmar Pétursson Valur Ísland
Útileikmenn:
Andri Stefan Haukar Ísland
Arnór Atlason Magdeburg Þýskaland
Árni Björn Þórarinsson Víkingur Ísland
Árni Sigtryggsson Þór Ak. Ísland
Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar Ísland
Daníel Berg Grétarsson Grótta KR Ísland
Einar Ingi Hrafnsson Afturelding Ísland
Ernir Hrafn Arnarsson Afturelding Ísland
Hrafn Ingvarsson Afturelding Ísland
Ívar Grétarsson Selfoss Ísland
Jóhann Gunnar Einarsson Fram Ísland
Kári Kristjánsson ÍBV Ísland
Magnús Stefánsson KA Ísland
Ragnar Hjaltested Víkingur Ísland
Ragnar Njálsson KA Ísland
Starfsfólk:
Viggó Sigurðsson Þjálfari
Bergsveinn Bergsveinsson Aðstoðarþjálfari