Handbolti - Stelpurnar í unglingaflokki áfram á sigurbraut

14.mar.2005  02:37
Sigruðu ÍR 26-20.
Stelpurnar í unglingaflokki halda áfram að bæta sig og unnu á laugardaginn góðan sigur á ÍR 26-20, eftir að hafa verið undir 11-12 í hálfleik.  ÍR stelpur byrjuðu betur í leiknum og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.  Í þeim síðari komu okkar stelpur mun ákveðnari til leiks og náðu að innbyrða góðan sigur á ÍR.
 
Stelpurnar hafa verið á mikilli siglingu í vetur og verið stöðugt að bæta sig.  Flestir telja að þær séu komnar á þann styrkleika að vera í hópi 4-6 bestu liða landsins.  Það er mikil breyting fyrir þennan flokk, þar sem undanfarin ár hefur verið erfitt að halda úti liði í þessum flokki og árangurinn verið eftir því.  Stelpurnar voru allar að spila vel og eru margar þeirra mjög efnilegar og geta náð mjög langt í handbolta á komandi árum.
 
Stúlkur þið megið því vera stolltar af árangri ykkar í vetur og munið bara að þetta hefst allt með því að leggja hart að sér og hafa gaman að hlutunum.
 
Markaskorarar ÍBV voru:
Ester Óskarsdóttir 9,  Sonata Majauskaite 4, Hildur Dögg Jónsdóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 3, Nína B. Gísladóttir 3, Hekla Hannesdóttir 2 Hanna Carla Jóhannsdóttir 1 og Sædís Magnúsdóttir 1.
 
Birna stóð í markinu og var að verja vel.
 
Markaskorarar ÍR voru:
Hildur Hlíf Hreinsdóttir 5, Dea Tosik 4, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Dagmar Sigurðardóttir 2, Þórey Stefánsdóttir 2, Íris Mist Árnadóttir 1, Margrét Brynjólfsdóttir 1 og Sjöfn Guðlaugsdóttir 1.