Handbolti - Góður sigur hjá 3. fl. karla á KA-2

14.mar.2005  02:24
Sigruðu 30-25
Drengirnir í 3. flokki karla unnu á laugardaginn góðan sigur á KA-2, 30-25.  ÍBV leiddi 13-11 í hálfleik og hafði yfirhöndina allan leikinn.  Þetta var góður sigur hjá drengjunum þar sem KA hefur á að skipa sprækum drengjum.   Það sem skóp sigur okkar drengja öðru fremur var það að flestir leikmenn liðsins voru að spila vel og höfum við á að skipa nokkuð jöfnum hóp.  Hjá KA-2 bar aftur á móti mest á tveim leikmönnum.
 
Markahæstir í liði ÍBV voru:
Daði Ólafsson 8, Pálmi Harðarsson 7, Óttar Steingrímsson 6, Daði Magnússon 4, Ellert Scheving 2, Birkir Hlynsson 2 og Björn Kristmannsson 1.
 
Einar Kárason stóð vaktina í markinu og varði ágætlega.
 
Markahæstir í liði KA-2 voru:
Hákon Stefánsson 10, Egill Kristinsson 9, Ásbjörn Sveinbjörnsson 3, Steinþór Steinþórsson 2 og Egill Antonsson 1.