Staðan í deildinni er nú þannig að Haukar eru efst með 36 stig og ÍBV í öðru sæti með 34. Liðin mætast á Ásvöllum næstkomandi laugardag en Haukum dugir jafntefli úr leiknum til að hampa deildarmeistaratitlinum. Ef Eyjastúlkur vinna hins vegar leikinn, er deildarmeistaratitillinn þeirra, þó að liðin séu jöfn því ÍBV hefur þannig haft betur úr innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Það er því ljóst að það verður allt lagt í sölurnar næstkomandi laugardag.
Mörk ÍBV: Darinka Stefanovic 9, Ingibjörg Jónsdóttir 5, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Anastasia Patsiou 4, Alla Gorkorian 2, Sæunn Magnúsdóttir 1, Eva Hlöðversdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Florentina Grecu 22/2.
Frétt af www.eyjafrettir.is
Sjá sjónvarpsviðtöl við Ester, Hildi og Ingibjörgu á Halli tíví.