Handbolti - Strákarnir í 5. flokki spiluðu á Selfossi

11.mar.2005  01:21

Strákarnir í 5. flokki spiluðu á Íslandsmótinu um síðustu helgi. Mótið var spilað á Selfossi og spilaði A-liðið á laugardeginum og B- liðið á sunnudeginum. A-liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur.  Sigrarnir voru nokkuð sannfærandi á móti Gróttu/KR og Þrótti  Þorlákshöfn en síðan töpuðu strákarnir naumlega á móti Ármann/Þrótti og Fylki. Ármann/þróttur sigraði mótið.

Afturelding hafði dregið lið sitt út úr keppni B-liða og því lék B-liðið aðeins þrjá leiki unnu strákarnir tvo og töpuðu einum með einu marki. Liðið lagði Selfoss og Víking nokkuð sannfærandi og síðasti leikur mótsins var á móti ÍR en það var úrslitaleikur mótsins.  ÍBV dugði jafntefli þar sem að ÍR tapaði einu stigi á móti Víking. Strákarnir mættu einbeittir til til leiks og leiddu allan tíman. Um miðjan seinni hálfleik náðu ÍR strákarnir að loka fyrir götin í vörninni og sigu fram úr. Það voru spennandi loka mínótur en því miður tókst okkar strákum ekki að jafna. B-liðið hafnaði þannig í öðru sæti og tvö efstu liðin í mótinu komust upp um deild.  Til hamingju með það strákar!

Í báðum liðum eru greinilega efnilegir strákar sem geta orðið afreksmenn í íþróttinni ef þeir halda áfram á sömu braut.

Þjálfari 5. flokks er Samúel Ívar Árnason og er hann að gera góða hluti með strákana. Fararstjóri í ferðinni var Hafsteinn Gunnarsson og stóð hann sig óaðfinnanlega. Undirritaður fylgdi með og smellti nokkrum myndum sem má sjá hér að neðan:

 Jónsi sækir inn úr horninu.

  Krilli stekkur flýgur fyrir utan.

 Sindri einbeittur á svip.

 Svenni svífur inn úr horninu.

 Víðir var duglegur að brjótast í gegn.

 En hér fær hann óblíðar móttökur.