Handknattleiksdeildin og Szofia Pasztor hafa komist að samkomulagi að leysa hana undan samningi við ÍBV. Szofia fannst sem að hún væri ekki að skila því sem hún gæti fyrir liðið þar sem hún næði ekki að finna sig nógu vel með liðinu. Hún var með tilboð frá spænsku liði og var það ákvörðun okkar að leyfa henni að spreyta sig á öðrum vígstöðum. Voru samningar þess efnis frágegnir sl. föstudag. Það að missa Szofiu kemur á slæmum tímapunkti þar sem lítið er eftir að móti. Aftur á móti verðum við að líta á það að stelpurnar hafa verið að spila vel sem lið í undanförnum leikjum þótt hennar nyti ekki með nema að litlu leyti. Við teljum því að liðið okkar sé vel undir það búið að vera án hennar og þá munu bara aðrar stúlkur fá tækifæri á að láta ljós sitt skína. Við trúum því að þær standi undir því og gott betur.
Szofia gengur til liðs til annars af tveim frægu liðum Spánar er heitir Cementos La Union Ribarroja (áður Mislata). Þetta lið og Astoc Sagunto (áður El Ostio Valencia) eru tvö sigursælustu lið Spánar síðustu árin. Cementos La Union Ribarroja (er frá Valencia) er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Szofiu er ætlað að leysa að hólmi hina frægu skyttu Anna Ejsmont sem var í vikunni seld til slóvenska liðsins Krim en það lið keppti til úrslita á síðasta ári í Evrópukeppni Meistaraliða og varð Evrópumeistari Meistarliða keppnistímabilið þar á undan. Þess má einnig geta að Krim var einnig á eftir Önnu okkar Yakovu í sumar. Það er einnig annað sem sýnir hve lítill þessi heimur er en við vorum í sumar í viðræðum við rúsneskan markmann að nafni Svetlana Rozintseva sem leikur einmitt nú með Cementos La union Ribarroja (sama lið og Szofia fer í). En undirritaður sá hana einmitt spila á æfingamóti í Litháen í sumar en þótt góð væri þá fannst okkur hún vera nokkuð gömul fyrir okkar lið.
Við þökkum Szofiu fyrir samveruna með okkur í vetur og óskum hennar góðs gengis með sínu nýja liði.