Vegna þess atviks sem gerðist í leik ÍR gegn ÍBV í undanúrslitum SS bikarsins sl. laugardag vil ég taka það skýrt fram að að ég sé mikið eftir því að hafa að lokum misst stjórn mér vegna dómgæslunnar og hef þegar beðist afsökunar opinberlega á því framferði.
Ég les ekki íslensku ennþá og var mjög brugðið þegar að þýtt var fyrir mig viðtal í Fréttablaðinu. Það sem eftir mér er haft þar er í mörgum atriðum rangt og harma ég mjög þann blæ sem fréttamaðurinn setur í það viðtal.
Ég ber og hef alltaf borið fulla virðingu fyrir HSÍ og öllum þeim sem starfa á þeim vettvangi. Niðurstaða aganefndar HSÍ er án efa í fullu samræmi við þær reglur sem þeim er gert að fara eftir en ég þekki þær reglur ekki.
Ég mun taka út mína refsingu og ítreka enn og aftur afsökun mína til allra þeirra sem ég gerði á hlut með framkomu minni í leiknum.
Roland Valur Eradze
(yfirlýsing þessi var þýdd fyrir mig)