Unglingaflokkur kvenna lék tvo leiki núna um helgina og vannst sigur í báðum leikjunum, og er liðið nú í efsta sæti í 2.deild. Á föstudag var leikið gegn Fram 2 og var leikið í Safamýrinni. Stelpurnar voru að leika mjög vel á köflum, Fram komst inn í leikinn í seinni hálfleik en með baráttu og góð um leik vannst öruggur sigur 28-22. Þær sem skoruðu voru: Ester Óskarsdóttir 8 mörk, Sonata Majauskaite 6, Sæunn Magnúsdóttir 5, Hildur Dögg Jónsdóttir og Hanna Carla Jóhannsdóttir 3, Hekla Hannesdóttir 2 og Sara Sigurðardóttir 1. Birna Þórsdóttir stóð í markinu allan tímann og varði 15 skot.
Á laugardeginum var leikið gegn Fylki, leikurinn var frekar auðveldur og vannst hann örugglega með 11 marka sigri. Stelpurnar komust í 6-0 og eftir það var bara spurning um hvað sigurinn yrði stór. Liðið slakaði fullmikið á um miðjan fyrri hálfleik, líkt og í leiknum deginum áður. En Fylkir náði ekki að nýta sér þetta og endaði leikurinn með góðum sigri 40-29. Þessar skoruðu: Ester Óskarsdóttir 12 mörk, Sonata Majauskaite 8, Hildur Dögg Jónsdóttir 6, Sæunn Magnúsdóttir og Hekla Hannesdóttir 5, Hanna Carla Jóhannsdóttir 3 og Sara Sigurðardóttir 1. Birna Þórsdóttir varði mjög vel, 14 skot þar af 2 víti.
Með þessum sigrum náðu stelpurnar í efsta sætið í deildinni, en tvö efstu sætin gefa sæti í úrslitakeppninni.