Vegna mikillar stemmingar og fjölda þá hefur verið ákveðið að hittast á Players (þar sem hann tekur við meiri fjölda fólks) í stað Nikkabar kl. 12:00 stundvíslega og skemmta sér þar í rúmman klukkutíma með góðum Eyjalögum. Þar verður lifandi gítartónlist og mikil stemming. Við hvetjum öll til að mæta þar sem ætla á leikinn.
Strákarnir vilja hvetja Eyjamenn til að skella sér í hópferð á leik þeirra í undanúrslitum SS-Bikarsins á laugardag gegn ÍR. Í ferðinni sem var farin noður fyrr í vetur var stemmingin frábær og við lofum að hún verði ekki síðri nú. Ekki er hægt að segja að þessi ferð sé dýr þar sem t.d. kostar aðeins kr. 4.000 fyrir fullorðna. Miðasala er í Týsheimilinu og á Dekkjaverkstæðinu hjá Braga. Munum bara að við getum ekki ætlast til neins af öðrum nema að leggja okkur sjálf einnig fram.
Farið verður beint úr Herjólfi á Players og gert sér glaðan dag þar í klukkutíma. En "upphitunin" hefst kl. 12:00 stundvíslega á Players. Þar munu Eyjamenn safnast saman og þeir einnig sem búa á fastalandinu og munu m við eiga góða klukkustund þar fyrir leik. Þar verður Eyjastemmingin í hávegum höfð. Góðir gestir sem eru vanir gítarleikarar og að stunda fjöldasöng munu halda uppi stuðinu og ætlum við að skapa þarna frábæra Eyjastemmingu. Pepsi verður á sérstöku tilboði sem og STÓR bjór sem mun kosta aðeins 400 kr, og STÓR bjór og skot verður á 600 kr. Þá verður einnig boðið upp á pizzu-sneiðar á svæðinu. HITTUMST ÖLL KL. 12:00 á NIKKABAR.
Það verður einnig smá glaðningur fyrir börnin sem mæta í fylgd með fullorðnum tímalega annaðhvort á Nikkabar eða í Austurbergi, þau munu fá ÍBV-TATTÚ (sem nýbúið er að hanna).
En hér má sjá nánar verðin í hópferðina:
Verð fyrir fullorðna aðeins kr. 4.000
Verð fyrir unglinga, þau sem eru í skóla og einnig önnur þau er borga einungis e
ina einingu (14 ára og eldri), aðeins kr. 2.500
Verð fyrir börn (12-13 ár) aðeins kr. 1.800
Verð fyrir börn (7-11 ára) aðeins kr. 1.100
Verð fyrir börn (0-6 ára) aðeins kr. 600
Pakki þessi inniheldur:
Ferðir með Herjólfi
Ferðir með rútu
Miði á leikinn
Hægt er síðan að kaupa ÍBV bol á kr. 500 aukalega.
Ferðaáætlunin er sem hér segir á laugardeginum 12. febrúar nk:
Farið með Herjólfi kl. 08:15
Farið með rútu frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur og verður farið beint í "létta up
phitun" sem verður fyrir leik og hefst kl. 12:00 stundvíslega á Nikkabar. Þar
verður brjáluð Eyja-stemming og munum við hita þar vel upp fyrir leik.
Leikurinn hefst síðan kl. 13:30.
Rútur munu síðan ferja liðið í Þorlákshöfn strax að leik loknum.
Herjólfur fer síðan úr Þorlákshöfn kl. 16:30
Koma til Eyja verður 19:15 stundvíslega.
Við viljum sérstaklega þakka, Samskip-Landflutningum fyrir það að gera þessa ferð mögulega og eiga Guðfinnur og hans fólk heiður skilið fyrir að gera okkur mögulegt að bjóða Eyjamönnum upp á að sjá þennan frábæra leik.