Handbolti - Stuðningsmenn Gróttu/KR fjölmenna til Eyja

08.feb.2005  02:09
Meistaflokkur Gróttu/KR kvenna heldur í dag til Eyja ásamt dyggum hópi stuðningsmanna.

Stelpurnar í Gróttu/KR léku gegn ÍBV sl. laugardag og töpuðu með þremur mörkum eftir ágætis leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Ef sama barátta og einbeiting verður í liðinu og var í seinni hálfleik á laugardaginn verður að teljast líklegt að sigur næst, því stelpurnar okkar höfðu greinilega mun meiri áhuga og leikgleði en mótherjar þeirra í ÍBV.

Eyjamenn mega jafnframt búast við samkeppni á áhorfendapöllunum í kvöld því liðið flýgur til Eyja með Fokker vél sem er full af stuðningsmönnum.

Við óskum stelpunum góðs gengis í Eyjum,

Áfram Grótta/KR 
 
Frétt tekin af www.grottasport.is