Strákarnir í 5. flokki spiluðu um þar síðustu helgi. Því miður tókst þeim ekki að ná jafn góðum árangri og stelpurnar sem spiluðu á sama tíma en þeir áttu góða spretti og eiga þeir nóg inni. Það eru margir efnilegir strákar í hópnum og með áframhaldandi vinnu eiga þeir eftir að láta að sér kveða. Það voru frekar fáir strákar sem fóru upp á land og kom það niður á árangrinum að einhverju leiti. Það náðist þó að fullskipa tvö lið og var einn varamaður í A-liðinu en engin í B-liðinu. A-liðið vann einn leik og tapaði þremur en B-liðið tapaði öllum sínum í hörku leikjum.
Því miður fór aðeins einn fararstjóri með í ferðina og reyndist það illa þar sem að spilað var á tveimur stöðum, Strandgötu og Ásvöllum. Það fór því mikill tími í að ferja á milli staða og erfitt að skipuleggja matartímann. Ég hvet því foreldra til að bjóða sig fram í næstu ferð hjá strákunum.
Undirritaður tók nokkrar myndir í ferðinni:
Grímur vítabani
Gauji línukóngur
Benni í gólfinu eftir gróft brot
Svenni á vítapunktinum
Teddi tattú
Sindri og Anton standa vörnina
Anton og Jónsi sækja á vörnina
Svenni og Gauja tilbúnir