Handbolti - Bjart framundan hjá 4.flokkir karla

31.jan.2005  14:15

4.flokkur karla lék nú um helgina í 3.umferð Íslandsmótsins og fóru leikirnir fram hér í Eyjum.  Strákarnir stóðu sig vel og voru að spil ágætan handbolta, og er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá þessum strákum.  Á laugardaginn var leikið við Stjörnuna og eftir góða byrjun var ÍBV yfir 8-7.  Eitthvað var slakað í seinni hálfleik og endaði leikurinn 13-16 fyrir Stjörnunni.  Þeir sem skoruðu voru:  Kristinn Árnason 4 mörk, Bragi Magnússon 3, Þórhallur Friðriksson, Gauti Þorvarðarson og Elías Fannar Stefnisson 2.  Friðrik Sigmarsson stóð í markinu nánast allan leikinn og varði mjög vel. 

 

Á sunnudeginum voru tveir leikir, fyrri leikurinn var gegn HK en sá leikur var sísti leikurinn hjá strákunum, staðan í hálfleik var 6-7 fyrir HK og endaði leikurinn síðan með sigri HK manna 14-19.  Þessir skoruðu: Bragi Magnússon 4, Kristinn Árnason 3, Gauti Þorvarðarson 3, Þórarinn Valdimarsson 2 og Þórhallur Friðriksson 2.  Kolbeinn Aron Arnarsson varði vel í markinu líkt og Friðrik sem að lék síðustu 10 mínúturnar. 

Síðasti leikurinn var svo við Aftureldingu og þá náðu strákarnir að sína sitt rétta andslit, þeir léku hreint út sagt frábæran handknattleik í fyrri hálfleik og náðu á tímabili 7 marka forystu, 11-4.  Staðan í hálfleik var 14-9 og endaði síðan leikurinn með þriggja marka sigri 24-21.  Þessir skoruðu mörkin í leiknum: Þórhallur Friðriksson 5, Kristinn Árnason 4, Gauti Þorvarðarson 4, Bragi Magnússon 3, Þórarinn Ingi Valdimarsson 2, Hjalti Pálsson 2, Vignir Stefánsson 1, Elías Fannar Stefnisson 1 og Sindri Valtýsson 1. 

Friðrik Sigmarsson sýndi oft á tíðum frábæra takta í markinu enda á peyjinn ekki langt að sækja markmannshæfileika sína, sonur hins frábæra markmanns Sigmars Þrastar Óskarssonar.