Stelpurnar okkar léku aftur við Fram-2 á í gær, laugardag, og báru stelpurnar okkar aftur sigurorð af þeim bláklæddu og nú 31-21. Staðan í hálfleik var 16-11 okkar stelpum í vil. Stelpurnar höfðu yfirhöndina allan leikinn og áttu ágætis leik þar sem allir leikmenn voru að skila sínu.
En og aftur var Ester markahæst og er þar á ferðinni gríðarlega efnileg súlka sem getur náð MJÖG langt haldi hún rétt á sínum málum. En hún er ekki sú eina sem er efnileg í þessum flokki, þar sem þær eru allar efnilegar og spurning er bara hvað þær vilja gera. Hvort þær vilji ná langt í handboltanum eða hvort það verði eitthvað annað sem þær vilja gera við sitt líf. Ég hvet þær til að gefa þessu tækifæri og framkvæma það sem þarf til að ná en lengra. Þ.e.a.s. gífurlega miklar æfingar og aga næstu árin og þá er framtíðin ykkar á handboltavellinum. Ekki bara að þetta þroski ykkur sem handboltaleikmenn, heldur einnig sem persónur, vinnskapur skapast og þið verðið í góðu formi. Allt eru þetta atriði sem flest við sækjumst eftir í okkar lífi.
Markaskorarar ÍBV voru:
Ester 10, Sonata 5, Sæunn 4, Hekla 3, Hanna Carla 3, Hildur Dögg 3, Sædís 2 og Anna María 1.
Birna stóð sig ágætlega í markinu og varði 11 skot.
Markaskorarar Fram-2 voru:
Stella 10, Anna María 3, María 3, Karen 2, Sara Lind 2 og Karen Ósk 1.