Unglingaflokkur kvenna vann Fylki í tveim leikjum sem fram fóru í Eyjum um helgina. Þann fyrri sem fram fór á laugardaginn unnu okkar stúlkur 38-28 og þann síðari sem fram fór í dag 35-29. Stelpurnar eru að gera mjög fína hluti og hafa verið að eflast það sem af er vetri. Það er orðið langt síðan að unglingaflokkur kvenna hjá félaginu hefur verið jafn öflugur, en við eigum samt smá í land að ná þeim bestu. Það bil styttist óðfluga og það verður vonandi á næsta keppnistímabili sem við getum sagt að við séum með eitt besta lið landsins í unglingaflokki.
Eins og áður sagði unnu okkar stúlkur sigur í fyrri leiknum sem fram fór á laugardag 38-28 eftir að staðan hafði verið 17-12 í hálfleik.
Markaskorarar hjá ÍBV í þessum leik voru:
Ester Óskarsdóttir 12, Sæunn Magnúsdóttir 10, Sonata Majauskaite 7, Hekla Hannesdóttir 7 og Hildur Dögg Jónsdóttir 2.
Markaskorarar hjá Fylki í þessum leik voru:
Natalý 6, Sunna 5, Ásdís Rut 4, Elín 3, Arna 2, Vaka 2, Sigríður 2, Sunna María 2, Stella 1 og Guðný 1.
Í dag, sunnudag, léku sömu lið síðan aftur og aftur sigruðu stelpurnar okkar eins og áður sagði 35-29, eftir að staðan hafði verið 17-16 í hálfleik. Var þessi leikur eins og tölurnar gefa til kynna aðeins jafnari en sá fyrri.
Markaskorarar hjá ÍBV í þessum leik voru:
Ester Óskarsdóttir 13, Hekla Hannesdóttir 6, Hildur Dögg Jónsdóttir 5, Sonata Majauskaite 5, Sæunn Magnúsdóttir 3, Nína Björk Gísladóttir 1, Þóra Sif Kristinsdóttir 1 og Hanna Carla Jóhannsdóttir 1.
Markaskorarar hjá Fylki í þessum leik voru:
Sunna 8, Natalý 7, Ásdís Rut 6, Elín 2, Vaka 2, Sigríður 2 og Sunna María 2.