Handbolti - Alla meidd

14.jan.2005  00:13
Því miður hefur það verið staðfest að Alla er rifbeinsbrotin og getur því ekki spilað með liðinu næstu vikurnar. Alla átti góðan leik á móti val á dögunum en fékk þungt hökk á bringuna þegar Valskonur reyndu að stöðva hana. Alla lá eftir á vellinum og á meðan brunuðu Valsstúlkur upp og skoruðu. Það verður mikill missir af Öllu í þeirri baráttu sem er framunda.
 
Á æfingu (fimmtudagskvöld) var Alfreð þjálfari þó bjartsýnn end voru þær stöllur Ingibjörg, Vigdís og Andrea á fullu með stelpunum. Vigdís spilaði eins og allir vita síðasta leik og stóð sig frábærlega, þær Andrea og Ingbjörg sýndu gamalkunna takta og líklega gætu þær gengið inn í hvaða lið sem er í deildinni í dag og farið beint í byrjunarliðið. Ekki ónýtt fyrir þjálfarann að geta stillt upp þessum leikmönnum á æfingu.