Ekki náðu strákarnir okkar í 2. flokki að fylgja eftir sigri sínum gegn HK í gær þar sem þeir töpuðu 26-34 gegn þeim í seinni leik liðanna í dag, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 15-15.
Eftir ágætis fyrri hálfleik áttu strákarnir ekki svar gegn góðum seinni hálfleik hjá HK og því varð tap staðreynd hjá okkar strákum.
Magnús Sigurðsson átti góðan leik hjá okkar strákum og oft er gaman að sjá til drengsins, þar sem oftar en ekki berst hann grimmt í hverjum leik. Með sömu baráttunni og því að leggja á sig miklar æfingar á næstu mánuðum fer hann að banka á dyr meistarflokksins fyrr en varir.
Markaskorarar ÍBV voru:
Magnús Sigurðsson 10, Kári Kristjánsson 5, Baldvin Sigurbjörnsson 4, Leifur Jóhannesson 2, Hilmar Björnsson 2, Grétar Eyþórsson 2 og Daði Magnússon 1.
Þorgils og Halldór stóðu vaktina í markinu og stóðu sig ágætlega.
Markaskorarar HK voru:
Ólafur 7, Jón 6, Tómas 5, Baldur 3, Björn 3, Hákon 3, Sigurjón 2, Grétar 2, Bjarki 2 og Magnús 1.