Um helgina mun mfl. Stjörnunnar í handknattleik kvenna taka þátt í Challenge Cup, eða öðru nafni Áskorendkeppni Evrópu. En þetta er einmitt sama keppni og við tókum þátt í fyrra með góðum árangri. Nú eru fyrst leikið í riðli til að spara ferðakostnað liðanna og mun Stjarnan leika ásamt þrem öðrum liðum leika um helgina við hvert annað. Leikirnir munu fara fram í Garðabænum.
Það skemmtilega við þessa leiki um helgina er að annað dómaraparið eru norsku stúlkurnar Ida Gullaksen og Kariana Löck sem eru okkur góðu kunnar en þær dæmdu einmitt leiki okkar í fyrra gegn búlgarska liðinu Etar Veliko 64 Ternovo er við unnum nokkuð sannfærandi. Þeir leikir voru frumraun stúlknanna í Evrópukeppni. Þær komust vel frá sínu á handboltavellinum. Ekki nóg með það heldur gerðu þær einnig góða lukku utan vallar. Þær voru mjög vinsælar innan okkar stjórnarhóps þar sem þær voru mjög viðkunnanlegar ekki skemmdi að þær litu nokkuð vel út. Var því hart slegist um að kynna þær fyrir bæjarbúum sem og Eyjunni okkar fögru. Þá nutu þær frábærra skemmtiatriða ráðsmanna í veislu sem haldin var eftir leikina. Þar var frábær stemming og kepptust ráðsmenn um að ná athyggli stúlkanna. Stúlkurnar hafa haldið samband við nokkra ráðsmenn síðan þetta varð og úr orðið góður vinnskapur. Það varð því úr að fulltrúar Handknattleiksdeildar ÍBV tóku á móti stúlkunum á Keflavíkurflugvelli í dag og munu sjá um að þær njóti dvalarinnar hér á landi þessa helgi og kynna þeim fyrir það markverðasta á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hver getur gert það betur en við Eyjamenn.
Þá má þess einnig geta að eftirlitsmaður leikjann verður Wills frá Bretlandi sem var eftirlitsmaður á leik okkar gegn franska liðinu Le Havre og hann er einnig mjög viðkunnanlegur maður. En því miður var ekki áhugi hjá stjórnarmönnum að taka á móti honum heldur var það látið Stjörnufólki eftir.
Manni verður enn og aftur ljóst við þetta hvað heimurinn er virkilega lítill og ætla ég hér í frétt rétt á eftir að segja frá minni uppáhalds auglýsingu þessa dagana og tengist þessu öllu og einnig ÍBV.
Stjarnan tekur á móti liði frá Sviss, Tyrklandi og Grikklandi og spái ég að þetta verði röðin í riðlinum. Svissneska liðið er ágætt en Stjarnan ætti að leggja þær að velli nokkuð sannfærandi, þá spái ég að liðin frá Tyrklandi og Grikklandi verði ekki mikil mótstaða fyrir Stjörnustúlkur og þær vinni þá leiki með nokkrum yfirburðum.
Þá má geta þess að liðið frá Sviss og Grikklandi mættust einmitt í fyrra í Evrópukeppninni og þá vann það svisneska nokkuð örugglega.
Við óskum Stjörnunni góðs gengis og hvetjum folk til að fylgjast með leikjunum með því að mæta á leikina eða í beinni útsendingu á RÚV. Leikir laugardagsins sem og sunnudagsins verða einmitt sýndir beint á RÚV.
Föstudagur 7. janúar 2005 17:30 Eskisehir Osmangazi (Tyrkland) APS Makedonikos (Grikkland) 19:30 Spono Nottwil Handball (Sviss) UMF. STJARNAN
Laugardagur 8. janúar 2005 14:15 APS Makedonikos (Grikkland) - Spono Nottwil Handball (Sviss) 16:30 UMF. STJARNAN - Eskisehir Osmangazi (Tyrkland)
Sunnudagur 9. janúar 2005 14:00 Eskisehir Osmangazi (Tyrkland) - Spono Nottwil Handball (Sviss) 16:15 APS Makedonikos (Grikkland) - UMF. STJARNAN |