Þorgils Orri Jónsson og félagar hans í 18 ára landsliðinu sigruðu í gærkveldi landslið Slóvakíu 36-28 á Hela Cup í Þýskalandi í leik um 3. sætið. Ísland var yfir í hálfleik 19-11.
Þorgils átti stórleik í markinu og varði 18 skot.
Markahæstir voru: Sigfús Sigfússon með 7 mörk, Andri Stefánsson 6, Elvar Friðriksson 5, Fannar Friðriksson 5, Gunnar Harðarsson 3, Arnór Gunnarsson 3, Magnús Einarsson 2, Ingvar Árnason 2, Ernir Arnarsson 2 og Jóhann Bjarnason 1.
Fyrr um daginn hafði liðið leikið gegn Dönum og beðið ósigur 25-35 eftir að hafa verið undir í hálfleik 14-19.
Þorgils varði 5 skot og Björn Viðar 7.
Markahæstir voru: Gunnar Harðarsson með 4 mörk, Sigfús Sigfússon 4, Andri Stefánsson 3, Elvar Friðriksson 3, Arnór Gunnarsson 3, Ingvar Árnason 2, Magnús Einarsson 1, Rúnar Kárason 1, Ragnar Njálsson 1, Fannar Friðriksson 1, Ernir Arnarsson 1 og Jóhann Bjarnason 1.
Landsliðið kemur til landsins í dag.