Handbolti - Erfitt hjá strákunum í bikarnum en Alli fékk óskadráttinn!

15.des.2004  12:59
Í hádeginu var dregið í 4 liða úrslitum SS bikarsins. Strákarnir fengu ÍR á útivelli en stelpurnar Gróttu/KR heima. Það er ljóst að strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum en ÍR situr í efsta sæti suður-riðilsins.
 
Erlingur metur möguleikana 50 - 50."Við erum búnir að standa vel í þeim í síðustu tveimur útileikjum og vorum þá ekki með eins sterkt lið og við erum með í dag. Þetta verður erfiður leikur en við stefnum auðvitað á sigur".
 
Alfreð þjálfari fékk óskadrátinn. Alli var búin að gefa það út að hann vildi fá gamla liðið sitt hingað heim í 4ja liða úrslitum. Möguleikarnir ættu að vera eitthvað meiri fyrir stelpurnar að komast áfram og auðvitað skemmir það ekki að fá leikinn hingað heim
 
Leikirnir verða spilaðir 8. og 9. febrúar hjá stelpunum en hjá strákunum 12. febrúar. Úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir 27. febrúar.