Handbolti - Öruggt á móti Víking

14.des.2004  14:35
Stelpurnar unnu öruggann sigur á Víking í Víkinni á Sunnudag. Stelpurnar fóru með Herjólfi á laugardag til þess að vera öruggar um að geta spilað leikinn á sunnudaginn. Stelpurnar okkar stjórnuðu leiknum allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu. Í hálfleik voru stelpurnar okkar búnar að setja 20 mörk en gestgjafarnir aðeins 11. Munurinn hélst allt til leiks loka en loka tölur urðu 29-36.
 
Zsofia Pastor hélt uppteknum hætti frá Hauka leiknum hér heima og spilað frábærlega, hún skoraði alls 10 mörk og var markahæðst Eyjakvenna. Ungu stelpurnar fengu einnig að spreyta sig í þessum leik og stóðu þær sig vel. Halla Hallgrímsdóttir skoraði eit, Sonata eitt og hin unga og efnilega Ester Óskarsdóttir 2. Markahæst hjá Víkingum var Natasa Damiljanovich en hún skoraði alls 12 mörk.  
 
Stelpurnar eru nú komnar í frí fram yfir áramót og verður gaman að sjá hvort þeim takist að saxa á forskot Haukanna þegar deildin byrja aftur.