Handbolti - Zsófia Pásztor gengin til liðs við ÍBV

21.júl.2004  13:31
- Ungversk skytta sem lék síðast í Portúgal
Zsófia Pásztor frá Ungverjalandi hefur gengið til liðs við ÍBV. Hún er 29 ára að aldri og á að baki 20 A landsleiki fyrir Ungverjaland, en nokkuð er síðan það var.
 
Hún lék síðast í Portúgal með Madeira Andebol SAD sem vann alla titlana í Portúgal á síðasta ári. Ekki nóg með það heldur hefur liðið unnið alla titlana síðan 1998.