Fótbolti - Arnar Breki og Tómas Bent á U21 æfingar

12.feb.2024  16:15

Eyjamennirnir Arnar Breki Gunnarsson og Tómas Bent Magnússon hafa verið valdir á æfingar með U21 árs landsliði Íslands sem fram fara í næstu viku.

Það er Davíð Snorri Jónasson, þjálfari, sem velur hópinn. Næstu verkefni U21 árs landsliðsins eru í undankeppni fyrir EM 2025 en Ísland er sem stendur í góðri stöðu í riðlinum með 6 stig eftir 3 leiki, tveimur stigum á eftir Danmörku og Wales sem hafa leikið 4 og 5 leiki.