Knattspyrnumaðurinn Arnór Sölvi Harðarson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann lék með liðinu seinni hluta tímabilsins og kom við sögu í fimm leikjum.
Arnór er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í mörgum stöðum en hann er fæddur 2004 og bindur ÍBV vonir við að Arnór komi til með að hjálpa liðinu í þeirri baráttu sem framundan er.
Arnór lék heilt tímabil með Fjarðabyggð í 2. deild árið 2021 þar sem hann skoraði tvö mörk í 16 leikjum og að auki á hann einn bikarleik með Augnablik.