Fótbolti - Guðný Geirsdóttir áfram hjá ÍBV

04.nóv.2023  23:00

Knattspyrnudeild ÍBV greinir frá því með mikilli ánægju að Guðný Geirsdóttir hefur skrifað undir tvegjga ára samning við félagið. Hún kemur til með að vera lykilleikmaður í liðinu næstu árin en hún var valin besti leikmaður liðsins árið 2023 á lokahófi félagsins í kvöld.

Guðný sem er 25 ára markvörður hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar fyrir frammistöðu sína í liði ÍBV í Bestu deild kvenna. Hún er ekki aðeins góður leikmaður en hún er einnig frábær liðsfélagi og ÍBV-ari.

Guðný á samtals að baki 64 leiki í efstu deild og bikar fyrir ÍBV og 11 fyrir Selfoss þar sem hún var á láni árið 2021.