Bandaríska knattspyrnukonan Telusila Vunipola hefur gengið til liðs við ÍBV en hún gerir samning við liðið út tímabilið 2024. Telly er 23 ára gamall sóknarmaður sem getur leyst margar stöður. Hún hefur nú þegar leikið fyrsta leik sinn fyrir félagið en hún lagði upp sigurmark Þóru Bjargar Stefánsdóttur í leiknum gegn Keflavík í gær.
Telly eins og hún er kölluð lék með knattspyrnuliðum Washington State, Syracuse og Louisiana samhliða námi á síðustu árum.
ÍBV bindur miklar vonir við að Telly verði góð viðbót við liðið og bjóðum við hana velkomna til Vestmannaeyja.