Fótbolti - Oliver Heiðarsson til liðs við ÍBV

26.apr.2023  16:00

Knattspyrnumaðurinn Oliver Heiðarsson hefur gengið til liðs við ÍBV en hann kemur til félagsins frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. 

Oliver sem er 22 ára sóknarmaður hefur leikið með FH síðustu tvö tímabil en þar á undan lék hann með uppeldisfélagi sínu Þrótti 

Í efstu deild hefur hann leikið 40 leiki og skorað í þeim 5 mörk, þá hefur hann leikið 22 leiki í B-deild og skorað 4 mörk.

ÍBV bindur miklar vonir við leikmanninn sem skrifaði undir samning út leiktímabilið 2025. 

Með Oliver á myndinni hér að ofan er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV.