Fótbolti - N1 aðal styrktaraðili meistaraflokks karla

21.apr.2023  11:40

ÍBV og N1 undirrituðu í gær samning þess efnis að N1 verði aðal styrktaraðili meistaraflokks karla hjá félaginu. Samningurinn er til tveggja ára og var það Daníel Geir Moritz sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd ÍBV og Hinrik Örn Bjarnason fyrir N1, þeir eru saman á myndinni að ofan.

N1 hefur verið dyggur stuðningsaðili knattspyrnudeildarinnar undanfarin ár og er ánægjulegt að framhald verði á því. 

Forveri N1, Esso, var aðal styrktaraðili karlaliðs ÍBV á árunum 1990-2005 en liðinu gekk einstaklega vel á þeim árum og má þar nefna Íslandsmeistaratitlana 1997 og 1998 og bikarmeistaratitil 1998. Ásamt titlanna endaði ÍBV í 2. sæti deildarinnar 1999, 2001 og 2004 og voru silfurhafar í bikarnum 1996 og 1997.