Fótbolti - 10 ungir leikmenn skrifa undir samninga við knattspyrnudeild

21.mar.2023  16:45

10 ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS.

Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar fengið kynningu á því hvernig samningar við knattspyrnudeild virka og í gær skrifuðu leikmenn undir samning. Allir leikmennirnir léku síðasta sumar í 3. flokkum félagsins og bindur deildin vonir um að samstarfið sé einungis rétt að byrja við þessa leikmenn.

Mynd af hópnum má sjá hér að ofan en á myndinni eru frá vinstri: Jason Stefánsson, Egill Oddgeir Stefánsson, Birkir Björnsson, Þórður Örn Gunnarsson, Viggó Valgeirsson, Rakel Perla Gústafsdóttir, Íva Brá Guðmundsdóttir, Anna Margrét Svansdóttir, Embla Harðardóttir og Sara Sindradóttir.