Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV fékk Drago styttuna að launum fyrir að vera það lið í Bestu deild kvenna sem sýndi mesta háttvísi á leiktímabilinu 2022. Til að reikna út hver hlýtur Drago styttuna eru gul og rauð spjöld hvers lið lögð saman og það lið sem hefur hlotið fæst spjöld vinnur styttuna.
Stytta er veitt tveimur félögum, því sem sýndi mesta háttvísi í Bestu deild karla og bestu deild kvenna. ÍBV fékk 15 gul spjöld og ekkert rautt spjald og var því prúðasta liðið samkvæmt þessum útreikningi.
Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem kvennaliði er veitt stytta fyrir það að vinna háttvísisverðlaunin en samþykkt var á þinginu að nú yrði stytta veitt prúðustu liðunum í efstu deild karla og efstu deild kvenna en áður hafa prúðustu liðin í tveimur efstu deildum karla unnið stytturnar.