Fótbolti - Hermann Þór til ÍBV frá Sindra

17.nóv.2022  12:30

Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni þegar hún hefst í apríl.

Hermann er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Sindra í ár og skoraði þar 13 mörk í 19 leikjum. Hann var þar lykilmaður í liði sem vann 3. deildina.

Velkominn til ÍBV!

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af Guðmundi Björgvini Jónssyni.