Fótbolti - Kristín Erna áfram hjá ÍBV

15.nóv.2022  14:04

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur til með að leika með ÍBV í Bestu deildinni árið 2023. 

Kristínu þarf vart að kynna fyrir neinum Vestmannaeyingi en hún hefur leikið 297 KSÍ leiki á ferlinum og langflesta þeirra fyrir ÍBV, hún hefur skorað í þeim 149 mörk og skoraði 50. mark sitt í efstu deild í ár.

Kristín hefur einnig verið í þjálfun yngri flokka í Vestmannaeyjum og er fólk innan knattspyrnudeildarinnar mjög ánægt með að tryggja sér krafta Kristínar á komandi leiktíð.